fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Halur Húfubólguson

kom að máli við ritara síðunnar, en Halur þessi hafði verið með skæting í leirformi á hinni þekktu bloggsíðu http://gudnypalina.blogspot.com sem lesin er af frægu fólki um heim allan. Þar segir hann meðal annars:

Halur lengi húkir,
húsi utan við.
Þótt kveinar og kúkir,
kerla engin sýnir grið.

Hann hefur þó sýnt iðrun og er það konunni að þakka, sem allt bætir og kætir ef sá er gallinn á henni, m. a. s. kastaði hún fram dýrri stöku.

Halur þessi er ódæll á stundum, vansvefta, litblindur og þungt í honum pundið. Hann telur sig eiga tvífara eins og allir frægir menn halda. Halur kvað:

Skrítinn er skrattinn hann Valur,
skoðar ritið "Enn er von".
Eða er þetta hann Halur
Húfubólguson?




2 Comments:

At 8:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halur, svalur yrkir kver
Þvalur skallann strýkur
Kargar, argar, kvennaher
Gargar uns yfirlíkur

 
At 7:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halur góðum höndum fer,
Hrund sína strýkur.
Kvarta og kveina nærri mér
karlar, þar til yfir líkur.

Halur virðist hólpinn nú,
hamingjuna elur.
Enda klúbbsins æðsta frú,
öllum fremur velur.

Halur Húfubólguson

 

Skrifa ummæli

<< Home