sunnudagur, október 31, 2004

Mælikvarðar

eða þrýstingsnemar eru vandfundnir sem gefa rétta mynd af hinu og þessu í daglegu lífi. Samt sem áður er vart unnt að þverfóta fyrir alls kyns spurningalistum og könnunum um hitt og þetta, bæði í dagblöðum, tímaritum og vísindum, þau eru ekkert skárri. Það sem leyfilegt er í dag, breytist á morgun þegar ný "entertakka-rannsókn" birtist e-s staðar í vísindaritum; mörbráð, innanfita, smjör, flesk, feiti, mör, spik, blóðfita, björgunarhringur - allt eru þetta leiksoppar vísindanna.

Ég hef verið að þróa (í huganum) nýjan þrýstingsnema sem segir til um ágæti hjónabandsins hjá fólki. Hann getur tekið sér bólfestu í giftingarhring hvers og eins, þannig að þegar sambandið er gott, þá bólgnar hann (bannað að fá bjúg, allir eru með bjúg og hægðatregðu), en rýrnar síðan ef illa gengur. Þannig þarf fólk ekkert að vera að spá í það hvort það eigi að skilja eða druslast áfram með sömu gleraugun við eldhúsborðið, aðeins kíkja á hringinn og ef hann er horfinn, þá er bara best að pakka saman og flytja út.

1 Comments:

At 3:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Valur!
Hvernig á þá svona fólk eins og ég og Kári minn að vita hvernig hjónabandið er að ganga? ............. við sem höfum aldrei átt neina hringa, spurning með að finna þá upp eitthvað sérstakt fyrir svona furðufugla.
Bestu kveðjur
Bryndís

 

Skrifa ummæli

<< Home