sunnudagur, október 10, 2004

64

reitir skákborðsins eru óbreytanlegir eins og veðrið sem er þessa stundina. Einnig er frammistaða íslenska landsliðsins í fótbolta óbreytanleg; samt eru þeir alltaf að velta því fyrir sér hvers vegna gengið batni ekki, fleiri fá borgað fyrir að leggja lítið á sig. Það var þá betra þegar sparkað var fram fyrir miðju og bara beðið í vörn milli þess sem stöku sigrar unnust sem skiptu engu máli í neinni keppni. Leikur liðsins minnir á Framsóknarflokkinn sem segist vera framfarasinnaður flokkur sem sækir aldrei fram á við eftir því sem ég hef best séð og flestir löngu komnir í "skildagatíð" eða verið á eindaga árum saman í fábreyttum og litlausum umbúðum; umbúðirnar eru þó ekki allt. Gömlu bómullarbolir landsliðsins virkuðu betur en gerviefni nútímans.

Ég ætla að gera e-ð skemmtilegt á næstunni, panta kannski plötur á netinu, hef alltaf verið veikur fyrir Brian Wilson sem loks hefur náð að senda frá sér "Smile" enda er gott að hlusta á hann milli þess sem "Real Gone" er spiluð í ruslageymslunni. Sá fyrir tilviljun gamla meistarann Bob Dylan spila "Not Dark Yet" þegar ég var að spóla 3ja mínútna myndbandi úr aðgerð síðdegis.

Nú tel ég bara niður dagana áður en móttökuathöfnin verður í París á næstunni eða eru þeir allir farnir heim til sín samlandarnir aftur sem voru að drekka franska rauðvínið með ís?! Ég verð aðallega á "vinstri bakkanum", ef einhver vildi finna mig um helgina, annar (önnur) en konan mín sem ætlar að sjá um mig á bökkunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home