Eitt er eftir
til að reyna að komast hjá framkvæmdunum við Kárahnjúka, sem í senn eru nauðsynlegar fáum sem ég þekki, en nauðsynlegar þeim er ég starfa stundum með á Neskaupsstað og Héraði eða það tel ég víst. Hið eina sem er eftir (kannski fleira sem ég nefni síðar), er að fá Tom Waits fluttan þangað og biðja hann um að taka nokkur gömul og nýrri sönglög við undirleik náttúrunnar, en til vara að koma með nokkra kjarnaspilara og ásláttarhljóðfæri. Þetta Kárahnjúkadæmi næ ég alls ekki að losa mig við og veit að sumir eru þreyttir á því (mér nærri og fjarri), en náttúrulega veit ég vel um viss vandamál á útnárum eftir að hafa unnið víða í fiski á yngri árum, en þá byrjaði fólk að vinna í fiski 10-12 ára að aldri - "ég er gamall" sagði maður áður og enn. Er að spá í hvernig þeir taka meintu moldroki frá lóninu; ég man vel eftir moldrokinu hér í bæ í sumar þegar veðrið var hvað best og umhverfi bæjarins og fjöllin hurfu í brúnan moldarbakka sem kom af hálendinu og framan úr firði.
Til vara mætti fá Súkkat á svæðið til að kyrja nokkra bragi með léttum undirleik, en Súkkat hlýtur að vera eitt best geymda leyndarmál tónlistarbransans á Íslandi, þótt sumir mér nærri hafi gaman af og má þar nefna drenginn Andra Þór sem hefur hrifist mjög og óvænt. Súkkat er þó ekki eftir því sem ég veit best leynihljómsveit; hefur gefið út að ég held tvo diska (eru í safninu) fulla af tónlistarfæðu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home