Niðurgangur nærri
mér eigi er, en bloggsíður eru flestar þannig að það er spurning hvort viðkomandi hafi niðurgang, misþunnan þó, fremur en skrifangur. Þetta er eins og að fara í verslun þar sem flestir hafa ekkert skárra að gera í fleiri klukkustundir annað en að standa framan við stæðurnar með körfu, halda á óþarfa hlutum og velta fyrir sér e-u sem þarf ekki að kaupa. Sumt er þó nauðsynlegt og nefna skal All-Bran og banana, það krefst engrar skoðunar við. Hægt er að velja margfalt dýrari lausnir í heilsubúðum sem eru e-r mestu okurbúllur sem til eru hérlendis, þeirra ráð engu betri, allt er þekkt sem vel reynist, bara að gera eða framkvæma, upplýsa sjálfan sig. Þeir sem slíka hluti kaupa, þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur aðrar en þær að eiga nægilega mikið af pappír þótt hann sé seinni tíma uppfinning. Sjálfur kaupi ég reglulega 52 rúllur (ekki B52!).
Hauströkkrið er mætt fyrir utan gluggann, nokkur næðingur en sæmilegur lofthiti.
2 Comments:
Í tilefni að því að hægt er að skjóta á þig beint að sunnan:
Rafkver og rökhugsun eru eitt,
reyndar fjalla ekki um neitt.
Liðast um netið og þykir leitt,
lengi finnst þar að þér sneytt.
Og svo vegna pistills um lyktnæmi viðskiptavina Kaupangurs:
Margar sögur mér sagðar eiru
sumar hverjar í þá veiru,
að netið sé búklegt,
en fjarri því brúklegt,
ef hland og kúkur lykta af seyru.
með kveðju frá frænda úr fjarlægð.
Miklar eru þakkir mínar til frænda míns, listamannsins -bróðir í listum og starfi- sem sendir dýrt kveðnar vísur eða stökur á vef þennan. Ég vona að honum takist að halda nafni sínu leyndu fyrir aðdáendum, en eins og ég veit sjálfur, þá getur slíkt verið afar erfitt þegar ljóminn er til staðar.
Skrifa ummæli
<< Home