fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Leyndarmálin

eru alls staðar í náttúrunni eins og ég varð var við í ferðinni um Vatnsnesið, sennilega er þetta eitt af óþekktu svæðunum ásamt t.d. Kelduhverfinu. Veiðimenn eiga sér marga leynda draumastaði við ár og vötn, lygnur, hyli og breiður ásamt flúðum þar sem á stundum breytist ásýndin við það að fiskur tekur agnið eða fluguna. Auðvelt er að sofna á slíkum stöðum milli kasta.

Ég fer ekki í gönguferðina um Kringilsárrana um helgina, verð væntanlega að mála gluggana og ganga frá lausum endum heimafyrir, vefja flugur; þetta bíður bara betri tíma eða þannig nema lónið verði komið áður en ég fer þarna um, en svæðið hef ég litið að nokkru augum áður.

Ég er nánast hættur að horfa á beinar útsendingar og hef alveg sleppt OL og handboltanum, það stendur þó uppúr hneykslið með eymingja grísku hlauparana sem lentu í nöðruslysinu, maður er löngu hættur að lesa fregnir af dópmálum í frjálsum og fleiri greinum eftir að Jarmíla hin tékkneska setti metin hér um árið, en hún minnti karlmann sem farið hafði í hálf-misheppnaða kynskiptaaðgerð.

Á morgun byrjar skólinn, gamla fólið. Það verður gaman að sjá hvernig sumir taka þar á málunum. Það má teljast merkilegt hvað bloggarinn nennti að vera lengi í skóla því ekki voru öll þessi ár eintóm hamingja, hvað þá kennslan; stór hluti reyndar utanskóla í hálgerðri leti og kaffihúsaferðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home