sunnudagur, ágúst 08, 2004

Ástand

Mér verður stundum hugsað til feðganna sem voru á grasbalanum með nokkra girðingastaura og gaddavír, þokusúld, kalt í lofti, ég nærri að veiðum í flóanum, engin orðaskipti en samt gekk allt svo vel; þetta að þurfa ekki að ræða alla hluti er spennandi aðferð til fullkomnunar samskipta manna á milli, svipað og eiga dýr sem þarf einungis stöku sinnum að ræða við, aðallega gæla við.

Samtöl eru þó einn af kostum tilverunnar þegar vel er að verki staðið.

1 Comments:

At 3:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sem minnir mig á söguna um finnana tvo sem brutust inn í áfengisverslunina fordum daga. Eftir ad their höfdu setid dágóda stund inni í búdini segir annar theirra "Skál" og svarar thá hinn "er vi her for a drikke eller prate" ?
bs

 

Skrifa ummæli

<< Home