miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Ekki gleyma

Ekki er gott að gleyma skemmtilegum orðtökum sem maður heyrir á förnum vegi. Áðan ræddi ég við bónda er talar sem fornmaður og ekki var aldraður (ekki átt við sjálfan mig) og sagði m. a. það að "þetta kyrrir kroppinn" og "hafðu heila þökk fyrir." Að kyrra kroppin hef ég ekki fundið í heimildum mínum og minnist þess ekki að hafa áður heyrt.

Ég skora því á lesendur að færa mér fregnir af skemmtilegum orðum, orðtökum, heimatilbúnum eða ekki.

Svolítil öfundsýki kom upp hjá mér þegar ég las um Crick heitinn (einn af feðrum DNA eða svo) hitt að hann hefði síðustu áratugina starfað við að hugsa sniðuga hluti, engin sérstök verkefni eða dagskrá hjá honum. Svipað kom fram í e-u gömlu ljóði eftir tékkneskan höfund (Holub?) þar sem snillingur var spurður að því hvort hann þyrfti ekki að skrifa hjá sér merkilega hluti, en svaraði því til að það væri svo sjaldgæft (aldrei í dag!?) að hann mundi nú ekki gleyma því ef það gerðist.

Ekki meira í dag.

1 Comments:

At 11:42 f.h., Blogger Guðný Pálína said...

Nei Kiddi minn, það veit enginn nema þú að hann er að blogga, þannig að nú verður bara að setja auglýsingu í Dagskrána....

 

Skrifa ummæli

<< Home