Textinn er skýr eða skír!
Það er frábært að lesa rabb á netinu og sérstaklega skrifar ungt fólk skemmtilegan texta. Tvö dæmi: "bt og skífan sökka feitann böll!!!!!" - og síðan: "Aldrei mun ég nokkurn tímann versla í BT eða Tæknival, ekkert nema sólbrúnir gaurar með aflitað hár sem vita ekki hvað "Power" takki er."
Á meðan slíkur texti er til leiðist manni ekki og tungan lifir þótt sumir tali tungum tveim. Það væri gaman að sjá hvað sonur minn eldri skrifar á nóttunni eða hvað.
Ég óska einnig eftir uppástungum um orð sem eru skrifuð eins á íslensku og ensku, en hafa þó ekki sömu þýðingu eða þannig. Ég nefndi eitt dæmi heima um daginn en það var orðið "turn" sem er afar áhugavert og ekki hvað síst í framburði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home