mánudagur, ágúst 09, 2004

Matur og menn

Ágætur drengur bar fram þá fyrirspurn fyir skömmu hvort ekki væri unnt að setja mataruppskriftir á bloggsíðuna. Það er eins með þær eins og veiðina, þetta þarf að læra með hjartanu við réttar aðstæður, matargerð er í raun e-s konar hugarslökun, sumir nefna það jóga, en það skiptir ekki máli. Reyndar var það konan mín sem bakaði þessi frábæru vínarbrauð með heitri marsipanfyllingu á afmælisdaginn minn, hún bakar þau a.m.k. einu sinni á ári og er sennilega besta bakkelsi sem hægt er láta oní sig. Gæðin eru alltaf hin sömu, enda langt á milli bakstra. Svo er með marga einfalda hluti, þeir verða einungis ágætir ef maður hittir þá sjaldan fyrir eða þannig.

Í lokin vil ég nefna að ég hef verið í fréttasjónvarpsbindindi (stöðugt) á fjórða ár. Minnast skal orðanna: "Þú skalt enga aðra guði hafa en Sjónvarpsguðinn".

1 Comments:

At 2:03 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Ég get vottað það að matargerð hefur án efa sambærileg áhrif á manninn minn og jóga :-) Þegar þessi sannindi lágu fyrir steinhætti ég að hafa nokkur afskipti af eldamennsku enda vil ég ekki taka þessa hugarslökun af honum...

 

Skrifa ummæli

<< Home