Að taka ekki
tímann við málningavinnu er mjög ólíkt mér. Allir hafa sagt við mig heimafyrir að ég taki tímann á öllu sem ég geri og viti uppá hár (minna af því) hvað hvert verk taki langan tíma og þá venjulega með gula Casio úrinu sem ég keypti forðum og hefur verið nokkuð aðhlátursefni að sjá svo gamlan mann með þannig úr og á því er m.a. mynd af hauskúpu.
Þannig er með öll verk, rétt að halda áfram á jöfnum hraða, vinna án strits (starfa án strits sagði Laó Tsé), ég var ekki með klukkuna en heyrði af og til í útvarpinu, mest af því sem þaðan kom óheyrindi, gufan þó lítið notuð. Augu hússins aftur farin að lýsa í hauströkkrinu, ég hætti sökum myrkurs að hnýta nokkrar flugur í kvöld fyrir næsta veiðitúr, geri það á morgun og verður þá Gull-Þór vafinn í nokkrum stærðum milli þess sem ég klára vonandi að mála. Hlustaði í staðinn á Tom Waits sem enginn apar eftir, þar er sambland af Jesú, sálmum, utangarði, heygarði, ræsinu, kántrí, hardkor, rokki og kabarett, leikhúsi - öllu.
Þakka Kidda fyrir góð ráð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home