Sannar sögur
eru misgóðar. Óvæntar fréttir einnig, en eina sögu heyrði ég nýlega sem færði mér fréttir af hundi sem var afar veikur fyrr á árinu vegna blæðinga frá ónefndu líffæri og ég annaðist með lítilli aðgerð (hún var mjög óvenjuleg og verkfærin einnig sem notuð voru!). Eftir vinnu hjólaði ég á staðinn. Mér leist nú ekki á blikuna þegar ég sá hundinn, en það sem ég gerði hefur sem betur fer bjargað honum; slíka aðgerð aldrei áður gert á hundi en líffærafræði þeirra er sennilega keimlík okkar á margan hátt. Fögnuður eigenda og ættingja víst ómældur.
Þetta gladdi mig afar mikið þar sem ég hafði í e-a mánuði verið með gulleitan miða á skrifborðinu í vinnunni og verið að spá í að athuga hvernig málið endaði þar sem ég hafði ekkert heyrt frá þeim er báðu mig um að líta á þetta.
Ég get því hjólað glaður heim í dag framhjá þeim stað þar sem aðgerðin var framkvæmd, en fram til þessa dags var mér alltaf hugsað til hundsins litla og þess hvernig honum hefði vegnað.
Þetta minnir mann á það hvað lítil verk geta skilað mikilli ánægju og árangri, það þarf ekki alltaf að vera "eitthvað merkilegt", þótt endalokin geri umtalað verk merkilegt í sjálfu sér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home