sunnudagur, ágúst 22, 2004

Útlitið

er ekki allt fremur en tungumálið. Það eru forréttindi að vera þannig að ekki sé tekið eftir manni nema ef vera skyldu ellilífeyrisþegar sem ég hefi kynnst svolítið í starfi mínu sem kallar á mann dag eftir dag, en þó ekki í dag þar sem ég er í fríi.

Sumt sem ekki virðist vera mikið líf í vekur þó áhuga sumra eins og t.d. bambusstöng sem hefur verið stolið í þrígang úr einu beðanna heima, reyndar ekki sama stöngin. Konan stoppaði mig þegar ég sá einn strák stela henni um daginn og minnti mig á manninn í næsta húsi sem elti krakkana um allt hverfið ef þau hefðu gert smá prakkarastrik, þessu man hún eftir alla ævi um karlinn en lítið annað. Þessir hlauparar voru til í öllum hverfum og einnig sunnan heiða, sumir afar strangir og tóku stráka uppá eyrunum ef því var að skipta. Lengi vel mátti t.d. ekki spila fótbolta á grasi í Laugarnesinu fyrir svona körlum sem voru hálfgerðir fantar að manni fannst og betra að haga sér bara vel sjálfur þannig að eltingarleikir við strákapör væri ekki hið eina sem strákarnir í hverfinu minntust er þeir uxu úr grasi. Það hlýtur þó að vera góð minnig ef maður hefur sloppið undan slíkum karli og hlaupið hann af sér. Vart er það útlit stangarinnar sem heillar!

Nú er ég að mála gluggana, reyndar hættur í bili sem betur fer, því rétt í þessu kom alvöru spánarskúr úr lofti þannig að regndroparnir hoppuðu af þökunum. Gluggarnir hvítir eins og dauðinn, og merkilegt að öll húsin í götunni eru hvít eða hvítleit. Hvítur er góður litur að vetri til fjalla og fer einnig vel ísjökum og jöklum, Gvendur Jaki var ekki hvítur.

Eins og sjá má hefur útlit og nafn síðunnar breyst svolítið og að síðustu legg ég til að allir hrópi: Forsetinn lengi lifi, en leggið niður embættið (eða var það Framsóknarflokkurinn)?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home