Sannar sögur
eru alltaf bestar. Ég hitti um daginn vinnufélaga og tókum við tal saman um veiðiskap enda var ég á leiðinni í nokkurra daga túr. Ég bar (og ber) mikla virðingu fyrir þessum veiðimanni eftir að hafa séð hann í dagblaði nokkru fyrr í sumar, en þar var hann þekkjanlegur á mynd, liggjandi við árbakkann, með nokkrar feitar og nýgengnar sjóbleikjur framan við sig og jeppa í baksýn, greinilega ánægður með góða morgunveiði. Ég sagði honum að ég hefði rekist á þessa mynd og hvort þetta hefði ekki örugglega verið hann. Hann sagði svo hafa verið, en hins vegar hafi þessi mynd (af honum) verið tekin af félaga hans sem veiddi alla fiskana og setti myndina síðan í blaðið án hans vitundar eins og hann hefði verið að hvíla sig eftir góða veiði. Þetta fannst honum e-r versti grikkur sem hann hefði orðið fyrir lengi. Fjölmargir komið að máli við hann sökum hinnar góðu veiði. Virðing mín minnkaði eigi við þetta, ef e-ð var, þá jókst hún einungis.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home