föstudagur, september 03, 2004

Draumur

allra karla er að vera í hljómsveit og er það áreiðanlega einn þeirra drauma sem ég næ vart að upplifa, nema þegar ég sá athugasemd frá lesanda sem þegar hefur boðið mér í band með sér (eða var það bland, vart hland); þá hef ég aftur hugsað um þennan draum um að spila á búllum eða knæpum og stærri sölum eða bara heima. Þetta mál þarfnast frekari greiningar og stefnumótunar, en er það ekki tískan í dag (?).

Konan var að ræða um það í gærkvöldi er við gengum framhjá Kaupangi, en það er verslunarmiðstöð nærri okkur, miðstöð er kannski of mikið af því góða, að þar væri alltaf svo mikil hlandlykt við vegginn og ég hef fundið sem nærri getur þar eð starf mitt gefur mér kost á því að vera meira og minna með hland- og kúkalykt í vitum og heitan fingur. Ég sá nýlega í blaði að hollenskur kráareigandi var orðinn hundleiður á hlandlyktinni við e-t skotið nærri kránni þar sem karlar pissuðu ætíð. Hann fjárfesti í fjarstýrðri sturtu sem fór í gang ef pissað var neðan hennar; flestir munu hafa hætt fyrri iðju og fjárfestingin borgaði sig. Ef e-r gæti gefið mér hugmynd um það hvernig ég gæti komið slíkri sturtu fyrir í mínu starfi, þá er velkomið að senda mér línu um það á blogginu. Annars má allri lykt venjast þótt aðrir séu því ekki endilega sammála. Það má einnig biðja menn um að minnast vísna Megasar um hlandforina og Bigga á plötunni "Á bleikum náttkjólum" ef ég man rétt, sem er skyldueign.

Draumurinn um eða í dós verður kannski hljóðdós.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home