miðvikudagur, september 01, 2004

Hver er munurinn

á söngvara og andvara eða
hverjum sem gefur frá sér hljóð; Ísak gefur frá sér gítarhljóð við hlið mér á meðan verið er að athuga með bústaði í útlöndum. Allir þurfa að færa sig um set öðru hverju, hér á Akureyri færa menn sig lítið um set, enda setlögin orðin þykk og mikil. Framfarir verða gjarnan eins og ferðalög, þær verða sökum hreyfingar og stundum tilviljana.

Það hefði verið gaman að læra á hljóðfæri fremur en að syngja og það þekkja allir sem mig hafa heyrt syngjandi, nema ef vera skyldi í Haga á menntaskólaárunum, þar sungu allir ef því var að skipta og engar athugasemdir gerðar.

Þurrausinn er maður eftir að hafa byrjað að vinna að nýju, en það tekur alltaf e-a daga að komast á skrið. Reyndar hitti ég ágætan vin og kollega þegar ég var að fara heim úr vinnu í dag og hváði hann við, þar sem hann hafði ekki séð mig lengi og hélt jafnvel að ég væri hættur störfum á hælinu, sem sjálfsagt margir yrðu fegnir. Hver veit hvað gerist á næstu misserum er best að spá sem minnst í hér á þessari síðu.

Ég hlakka til að fá mér hentugan og bragðbesta fisk í haust með hvítvíni sem ég náði úr uppáhaldsá minni í sumar.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home