Bláber, nei
íslensk bláber eru eitthvað sem er ekta, ekki barasta einhver iðnaður í plasti eða umbúðum í bakka eða körfu. Mér áskotnuðust aðalbláber, sem eru þau bestu ber sem fást á Íslandi úti í náttúrunni, einstakt bragð og þéttni, sömuleiðis liturinn sem er blárri en allt blátt fyrir litblinda. Ber þessi færði maður mér í dag, kom sérstaklega með þau til mín, ég stolist aðeins til að smakka. Enn er von meðan þeir hafa ekki fyllt öll dalverpi og víðáttur af vatni og lónum, enn má finna ber í hlíðum og óbyggðum. Íslensk aðalbláber er eitt það besta sem má fá, jafnvel þótt rifsberin og hin stöku jarðarber sem ræktuð hafa verið í Vinaminnisgarði í sumar hafði bragðast vel og eiga eftir að batna. Það er gott fyrir mann eins og mig með "CEO-disease" einkenni að fá að gjöf bláber, þá er enn von á bata.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home