fimmtudagur, september 23, 2004

Vinir

eru af mörgum gerðum. Í dag náði konan í reyktan fisk á flutningamiðstöðina, sem Yngvi á Skútustöðum II (þar eru íslenskar hænur í hlaði) hafði komið með úr sveitinni, en þennan fisk hafði ég sent austur fyrir rúmri viku. Yngvi hefur áður komið með fisk beint í Vinaminni ef hann hefur átt leið hjá; talið það sjálfsagt mál að því er virðist, en ég hef árum saman látið hann taðreykja silung fyrir mig að fornum hætti. Sennilega hefur hann komið við í Vinaminni en ég eða við ekki heima. Það er þægileg tilfinning að eiga skipti við slíka menn, halda sig við það að veiða í Laxá og síðan reykja í sveitinni. Ég hafði látið reykja nokkuð mikið í haust, þar sem ég hafði ákveðið að gefa fisk til einhverra fisklausra, enda sælla að gefa en þiggja.

Mér var tjáð við matarborðið að ég ætti að eignast fleiri vini en borðhnífinn og skurðhnífinn. Það er þó nauðsyn að eiga góðan hníf t.a. skera og flaka fisk heima við og gildir hið sama um skurðhnífinn, hann þarf að vera flugbeittur ef gagnast skal til góðra verka.

2 Comments:

At 2:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekki er þetta í fyrsta sinni sem greinahöfundur fær athugasemdir um vini og hnífa. Kannski er það vegna þess hvað hnífar og vinir eiga margt sameiginlegt. Ending fer eftir gæðum, góðir vinir geta enst ævilangt og samkvæmt greinahöfundi á það sama við um góða vini. Hnífar geta sært og valdið ytra tjóni. Vinir eru færir um það sama nema hvað sá sársauki er innvortis og oft erfiðara að lækna (sérstaklega þar sem hausalæknar á Akureyri standast ekki gæðakröfur ónefndra aðila). Vil ég þó hvetja greinahöfund til að leggja meiri áhverslu á vini en hnífa þar sem mannleg samskipti eru öllum nauðsynleg og fæstir fá mikið út úr því að eiga djúpar samræður við hnífa....ekki nema geðheilsan sé að bresta???

 
At 4:40 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Hrefna sýnir gríðarlegt innsæi í athugasemdum sínum, gleymdi bara að kvitta fyrir sig! Kannski hún ætti líka að byrja að blogga, þetta er kjörinn vettvangur til að fá útrás fyrir ýmsar skoðanir og pælingar sem annars kæmu kannski hvergi fram.

 

Skrifa ummæli

<< Home