þriðjudagur, október 05, 2004

Loksins, loksins,

kæru vinir gef ég að nýju frá mér meltingarefni fyrir anda ykkar. Og það eftir svefnlausa nótt á Neskaupsstað í fárviðri, í blokk sem minnir á gettósvæði, fjúkandi timbur og ruslatunnur umhverfis, hella (eða voru það hellur) fyrir eyrum og blástur gegnum íbúðina. Var að spá í að fara á sjúkrahúsið, en nennti því ekki, þar var einnig rafmagnslaust á annan tíma í nótt. Hér var alvöru fárviðri í gærkvöldi og nótt.

Dvöl minni fer senn að ljúka, en enn er möguleiki fyrir þá sem vilja ekki leita sér læknis í heimabyggð að hitta mig hér á Neskaupsstað og fá skoðun, þar sem fólk horfir nú uppá við eftir áralanga álúta höfuðstöðu, hvað þá á næstu fjörðum sunnan við. Svolítið hefur snjóað í fjöll og á sama tíma og þetta er ritað heyri ég í útvarpinu að leyfa skal skotveiðar á rjúpu á næsta ári; veit vart hvað mér finnst um það, en Íslendingar skjóta á allt sem hreyfist. Hvað á maður að gera við fleiri en 15 rjúpur í matinn fyrir venjulega fjölskyldu eða 50 laxa eða álíka; hver étur þetta magn í dag?

Þessi fréttaflutningur veður þá ekki meiri að sinni, en vænta má skárri skrifa þegar heim er komið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home