Hlaupanótan
er einn af þessum útvarpsþáttum á Gufunni sem kemur oft á óvart með skemmtilegri tónlist, góðum fróðleik eða upplýsingum um tónlistina og flytjendur, yfirleitt ekkert sem heyrist daglega í glymjandanum. Það eru tvær konur sem sjá um þennan þátt til skiptis og í vikunni var sérlega góð þjóðlagatónlist með klassísku ívafi, annars er engin tónlist undanskilin.
Ég mæli með því að þið stillið á Gufuna rétt eftir kl. fjögur síðdegis á mánudögum til fimmtudags þegar þið hafið ekkert betra að gera og jafnvel þótt svo væri, þá gæti þátturinn einungis orðið smá hvalreki á hvunndegi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home