Íþróttamaður ársins
hefur lengi vel verið kosinn eftir duttlungum íþróttafréttamanna og yfirleitt valinn eftir því hvað vinsælast er eða "inni" hverju sinni hjá þeim sem telja sig best vita hvað á að vera vinsælast og best. Boltamenn hafa verið vinsælir og e-r fleiri í "viðurkenndum greinum" og í e-u samhengi sem ég hef skilið misvel. Konunöfn hafa verið fáséð á bikarnum og hvað þá nöfn fatlaðra íþróttamanna sem sennilegast hafa náð hvað glæsilegustum árangri allra íslenskra íþróttaæfara árum saman. Það er því afar mikið ánægjuefni að erlendir aðilar hafa betur séð en heimóttar-íþróttaritarar íslenskir, að við hæfi væri að verðlauna Kristínu Rós, sundkonu, fyrir framúrskarandi árangur og ef ég man rétt er hún fyrsti fatlaði afreksmaðurinn, sem þessi verðlaun fær (viðurkenningin er veitt í samstarfi sjónvarpsstöðvarinnar Eurosport og Alþjóða Ólympíunefndarinnar).
Aldrei sér maður glaðari íþróttamenn en þá sem fatlaðir eru (verð þó að viðurkenna að slíka hef aðeins séð í sjónvarpi), alveg óháð því hvar þeir lenda í röðinni, sigur þeirra er augljós samanborið við marga aðra. Viðbúið er að íslenskir ritarar gefi þessu loks gaum eftir áðurnefnda viðurkenningu og sannast að gleggt er gests augað.
Íþróttamennska sem vinsælust er hérlendis og skrif um hana, minna á það, sem kalla má "prógress afturábak".
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home