miðvikudagur, október 20, 2004

Snjóhettan

er komin að nokkru yfir bæinn en þetta er vissulega norræn sletta og hetta sem hljómar þó ágætlega og fer eftir íslenskum reglum. Þess vegna hjólaði ég ekki í vinnuna, gekk að nýju sem var fínt og ef allir gengu eða hjóluðu hér innan bæjar þá væri unnt að spara mikið og í leiðinni bæta heilsu fjölmargra og það ókeypis.

Komst einnig að því að best er að lesa bækur um borgir eftir að hafa verið á staðnum! - minnir á eina manneskju sem byrjar alltaf á endinum í sögubókum og þá helst krimmum; núna skil ég hana betur.

Vonandi snjóar bara nógu mikið í vetur þannig að skíðafærið verði bæði gott og lengi fram eftir, það eru þó flestir búnir að gleyma snjónum hérlendis þar sem vetur hafa verið með eindæmum slakir og sumur í tæpu meðallagi að hinu síðasta undan skyldu.

Nú fer aftur að koma tími á það að fá sér taðreyktan silung úr Mývatnssveit, hann bíður í frystinum eftir vetrinum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home