mánudagur, október 25, 2004

Framfarir

hafa orðað nokkrar í verkfallinu, sem ég tala annars ekkert um, þar hefur allt verið sagt en allt virðist vera leyfilegt í garð barna og fatlaðra; öll siðalögmál, önnur lögmál og reglur eða ritúöl eru brotin á þessum hópum.

Það sem ég ætlaði að segja var það að við Andri gerðum saman pítsur í gærkvöldi, það var afar skemmtilegt en þetta hafði verið á dagskránni lengi, þar sem hann er í matreiðslu sem valfag í skólanum (ef e-r man eftir honum). Það stóð alltaf til að hann eldaði einu sinni í mánuði í vetur og er þetta vonandi byrjunin. Í gær voru plötupítsur, en ekki Calzone, þeir Ísak fengu með osti, skinku, pepperóní og oreganó auk chílipipars í bitum. Við gamalmennin fengum okkur ost, oreganó, pepperóní, skinku, "gredde" ost, þistilhjörtu, tómatar ferskir og chílipipar, en á mínum hluta voru einnig sveppir. Þetta er allt annar matur en sá sem er pantaður eða frosinn.

Allur matur, sem er heimatilbúinn er góður, eins og allt sem gert er heima og er sjálfsprottið, ekki aðkeypt; maður er manns gaman og aðkomumaður einnig. Slíkir sprotar eru alltaf aufúsugestir sem banka uppá. Mér finnst við (einnig ég) þó líkjast sumum öðrum þjóðum æ meira hvað það varðar, að fara ekki í heimsóknir til vina og vandamanna án þess að hafa verið boðin formlega áður, það er miður. Þessu þarf á að taka í tíma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home