þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Taaza masala

og oreganó, próvans krydd, hafsalt, pipar auka, gamall sýrður rjómi, tómatpúrra hrærð saman við, eitthvað meira, þorskur í bitum, eldfast mót, góð ólífuolía, sveppir öðrum megin, ostur yfir og e-r hár hiti í ofni rétt mátulega lengi, þegar maður kom heim hálf-þreyttur eftir æfingu og þungan stofudag, getur sannarlega breytt deginum og kvöldinu til betri vegar. Í eftirmat borðuðum við sveinarnir harðfisk með smjöri. Máni birtist óvænt og fékk bita og malaði. Búið.

1 Comments:

At 9:39 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

Umm! Get vitnað um að þetta svínvirkaði hjá bóndanum. Kannski hann ætti bara að gera það að vana að koma með uppskriftir hér á blogginu, hann er svo flinkur í eldhúsinu.

 

Skrifa ummæli

<< Home