laugardagur, nóvember 06, 2004

"Symptoms and signs"

var einu sinni kjarninn í þeirri starfsgrein sem ég tilheyri, en fer nú hnignandi sökum alls kyns tóla og tækja sem komin eru á markaðinn og eiga að greina hlutina (veikindin) og skila útprentuðu svari sem allir skilja, alveg eins og í CSI (sí-ess-æ-i). Hér eru því teikn á lofti. Auðgreindustu hlutir eru mörgum hulnir. Bretinn segir: "Don´t overlook the obvious". Það á svo sannarlega við í dag og gildir um marga hluti. Sennilega finnst mörgum að ég sé að setja mig á hærri hest en hinir með þessu, en hér var bara nauðsyn að nefna þetta t.a. fólk (ekki í lítilsgildri merkingu) átti sig á samhengi hlutanna. "Góð skoðun" er nokkuð sem hver og einn leggur ákveðið mat á, allt eftir þekkingu og sjálfsagt athygli þeirri sem viðkomandi fékk. Góður læknir sér (oftast) í hendi sér meinið eins og smiðurinn sem heldur á fúinni spýtu og jafnvel þótt hún hafi verið fúavarin í upphafi. Skráningaráráttan er einnig að tröllríða þeirri strafsgrein sem ég tilheyri, hvað þá hinum er við hliðina starfa. "Að skrá er auðveldara en að vita" nefni ég til sögunnar.

Mál er að linni, þetta eru hættulegar brautir, eins gott að halda sig utan þeirra eins og kemur fram í Blíðfinni, sem lesinn hefur verið fyrir háttinn í Ísaksherbergi í Vinaminni; ævintýri finnast mér skemmtileg.

"Sjaldan launar lortur með kulda" segi ég í lokin; er málsháttur þessi teikn um eitthvað?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home