laugardagur, nóvember 13, 2004

Sæmi fróði

og selurinn komu mér til hugar í morgun er ég var að koma af léttri æfingu og sá sel liggjandi í fjörunni norðan við líkamsræktarstöðina sem ég stunda. Mikil hafa skipti okkar orðið með leiðandi menn, en við verðum að teljast lánsöm að hafa Fágrímsson Halldór sem leiðtoga vorn; réttsýni og málvisku hans er viðbrugðið. Selurinn sér eins Fágrímsson, jörðina bæði ofan frá og neðan, svo miklir eru hæfileikar hans. Fáum er það gefið. Úrvinnsla sjónstöðvanna er misjöfn samt sem áður.

Ég fékk hins vegar símtal frá skemmtilegum bónda á NA-landi síðdegis, hann hefur lengi búið með bróður sínum og ekki verið að missa af neinu, enda engu að missa af, ef maður er sjálfum sér nægur eins og sennilega margir voru hér áður fyrr. Í dag eru æði margir að missa af lestinni sem þeir hafa þegar valið; hún fer aldrei á réttan áfangastað. Annað skemmtilegt símtal fékk ég frá frægum manni í Ameríku, hann hefur aldrei þurft á pressunni að halda, verk hans nægja sem og hinn ágæti karakter. Sumir breytast aldrei og þurfa ekki; það á víst ekki við um alla. Þetta var ekki Bush eða Blair.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home