miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Einhyrningar

eru fátíðir nema í ævintýrum - hélt ég. Þeir eru að mér sýnist afar algengir á Íslandi og sérlega meðal ráðandi afla. Slíkir stanga í eina átt, hafa enga yfirsýn, enga samvisku eða réttlætishugsjón; eru með "geithafursheilkennið" þótt eigi geitur séu. Einstaka einhyrningar eru réttilega hetjur málstaðarins, einn þeirra er (var) Arafat, sem hefur fylgt manni frá unglingsaldri í blöðum og myndbrotum. Hann hefur þurft á horninu að halda. Þegar ég heyri arabísku talaða (heyrt hana í N-Afríku og Egyptalandi auk brotasamtala), þá verður manni ljóst hversu lítið maður veit um þessar þjóðir er það mál tala og sameina að nokkru. Við stofnun Ísraelsríkis munu yfir hálf milljón Palestínubúa hafa misst heimili sitt og þeir búa víða í dag. Einhyrningar Íslands mættu hins vegar sumir hverjir gjarnan missa hornin, ekki missa þeir starfið sem er via samtryggingu og enn eru fáir á Íslandi ráðnir eftir getu og hæfni sýnist manni - því miður.

Yfir í aðra sálma; ég hef áætlað að gera heimasíðu, vonandi tekst mér að klára hana innan tíðar. Meira síðar um hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home