mánudagur, nóvember 22, 2004

Súperflört

er bók, sem auglýst hefur verið rækilega af einu forlaganna; undirtitillinn dúndurdaður. Hvað á maður að segja um slík verk ólesin? Er hægt að taka forlag alvarlega sem tekur heilsíðuauglýsingu undir slíkt efni. Þýðingin útaf fyrir sig hörmuleg - "súperflört". "Ennskann" er fallegt mál þegar rétt er með farið, enskan. Höfundurinn á leið til landsins. Það er nokkuð langt síðan ég komst að því, að "merkilegustu" höfundarnir veita sjaldan eða aldrei viðtöl; ástæðuna læt ég liggja á milli hluta. Þessi bók minnir mig þó á aðra sem mér var gefin á sínum tíma og hét "Enn er von" og var amerísk að gerð. Þar voru ýmis konar ráð til ógiftra karla sem voru á veiðum, afar skemmtilegt tímamótaverk; hún er sennilega týnd, en kannski má finna hana ef einhver spyr eftir henni - formlega - veit þó ekki vissu mína þar. Mér var einu sinni sagt að smekkurinn væri afstæður og konur sem gengu ekki út í verbúðum og veiðþorpum, ættu bara að taka sér stöðu á bryggjusporðinum þegar togararnir kæmu í land eftir langt úthald; þá kláruðust slík mál af sjálfu sér. Nú má ég víst bíða eftir kæru frá e-i nefndinni. Það er best að halda sig frá skaufanum. Því má við bæta að gott er að leysa vind eftir lestur slíkra auglýsinga, jafnvel með eldspýtu nærri. Slíkar tilraunir voru talsvert stundaðar í Haga og með árangri.

3 Comments:

At 9:17 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

"konur sem gengu ekki út í verbúðum og veiðþorpum, ættu bara að taka sér stöðu á bryggjusporðinum þegar togararnir kæmu í land eftir langt úthald; þá kláruðust slík mál af sjálfu sér."

Ætlar enginn að kommentera þetta? Hljómar eins og argasta karlremba! Við nánari umhugsun veit ég reyndar ekki hvoru kyninu er gert "lægra" undir höfði við þessa lýsingu. Konunum að leggjast svona lágt eða körlunum að vera alveg sama ofan á hvað þeir leggjast........

 
At 11:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eru slíkar konur ekki heppnar að hafa bryggjusporð til að styðja sig við og hvers vegna að finna að því að fólk horfi út á hafið á kvöldin þegar gott er að minnast ljóðsins Á kvöldin eftir Stefán Hörð Gunnarsson:

Á kvöldin þegar sólinni blæðir
á eggjar fjallanna
og dimmgrænn skugginn leggst til hvíldar
við fætur bergsins
og víkin bláa verður að ruðu víni
kemur lítil stúlka út og segir:
hver vill eiga mig?

 
At 5:14 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Þetta er allt saman rétt og ekki unnt að komast betur að orði en hér er gert (held ég)!

 

Skrifa ummæli

<< Home