mánudagur, desember 06, 2004

Könnun

á könnun ofan; samfara-, kynlífs-, samtals-, síma-, hlustenda-, kennara-, samninga-, nemenda-, námsefnis-, neðanmáls-, matar-, fiskneyslu-, hamborgara-, grænmetis-, heilsufars-, offitu-, svefn- og hægðakönnun.

Allt er kannað, ekkert nema "enter"-takkinn í gildi; hef rætt þetta oft, einnig hér. Fiskur í dag, kjöt á morgun, olía í dag, en smjör á morgun.

Nýjasta steypan er könnun á "námshæfni" barna- og unglinga á Íslandi og nágrannalöndum, einnig Evrópu. Kannski eru þeir verstu og bestu, hinir bestu og verstu; hvað veit ég, þar sem allt er miðað við staðla og normalkúrvur. Varla að nokkur geti neglt nagla í vegg í sumum fögum í háskóla, sérstaklega eftir að "úrvals-aðferðir" og "kannanir auk einkunna" réðu valinu.

Ég hringdi áðan suður til Reykjavíkur í apótek eitt; þar fékk ég þær fréttir, að bólgu- og verkjastillandi endaþarmsstílar og krem væri það vinsælasta þessa dagana sunnan heiða, séstaklega eftir helgi jólaborða og ítroðslu. Segi bara; gætið að hægðunum og gyllin(i)æðinni, en hún getur orðið nokkuð æðisleg.

Best að kanna þessi mál hér; ég ætla að kanna hvort ég þurfi að hægja mér.
Á einhver forrit til að gera slíkar kannanir? Það yrði nú hægðaleikur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home