Ævisögur
eru í tíðarandanum, hafa verið og verða sennilega lengi enn. Nú eru þær enn einu sinni inni og skiptir þá ekki máli hvort sá sem skrifað er um sé lífs eða liðinn. Ég las ævisögu um Vilhjálm heimskautafara í fyrra, hún var á margan hátt athyglisverð, enda maðurinn afar umdeildur í lifanda lífi, svartur og hvítur. Skemmtilegt að lesa um ævi hans og lifnað í stórborgum vestan hafs. Það væri gaman að sjá eða heyra álit hans á þessari sögu sem mun vera af "betri" gerðinni, fræðilega séð. Sagan um Karluk-slysið er enn umdeildari.
Mér finnst að forlögin íslensku ættu að gefa út tvenns konar útgáfur af ævisögum liðinna manna, önnur þá skrifuð að manninum látnum af "höfundi" og hin skrifuð með athugasemdum að handan; það ætti að vera auðvelt að tengjast framliðnum hérlendis þar sem annar hver Íslendingur er skyggn eða í góðu sambandi án GSM síma.
Höldum áfram að lesa um ævintýri Blíðfinns fyrir Ísak Frey, sennilega með betri bókum sem ég hef lengi lesið, ekki bara fyrir börn. Margar góðar einnig frá Bjarti, sem ég hef stutt frá upphafi og ráðlegg flestum að vera í Neon-klúbbnum. Engum öðrum klúbbi tilheyri ég nú reyndar, enda verið nokkuð lítið fyrir slíka.
Bendi lesendum mínum að kíkja á blogg frúarinnar í dag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home