Lennon og Jim Morrison
eiga báðir þennan dag á sinn hátt, annar skotinn til bana og hinn fæddur á þessum degi fyrir e-m áratugum, en lést ungur eins og margir aðrir. Það er vel til fundið að rifja upp gömul lög með þessum kempum. Gömlu Doors plöturnar voru og eru enn góðar og sumar frábærar. Heyrði fyrst í þeim hjá Magga Vald. held ég barasta á Háaleitisbrautinni, á tíma þeim er hann var ekki hættur að drekka og stundum var mikið drukkið með Doors, bæði einmenningur og tvímenningur, þrímenningur og meira. Ég keypti fyrir nokkrum árum flestallar upptökur sem Lennon gerði, demó og meira til; góðir diskar þegar þeir eiga við. Það vottar þó fyrir ofurfjölmiðlaháttum með Morrison á stundum.
Svona í lokin má nefna eina sögu (margar útgáfur) sem ég heyrði í gær og kannski fleiri hafa heyrt. Maður nokkur var að spá í það hvort hann ætti ekki e-ð inni hjá skattinum í árslok. Enga peninga átti hann, en reyndar átti hann að fá greiddan til baka ónotaðan samafaraskatt. Þannig hugsa konur. Er einhver úti sem á rétt á endurgreiðslu?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home