Þegar dönsk
orð verða íslensk, þá er nokkuð gaman. Sum orð úr dönsku hljóma þannig, að þau virðast vera íslensk að uppruna þótt um það megi sjálfsagt deila, enda eigi með Ásgeir Blöndal mér við hlið og hans orðsifjar allar. Rakst fyrir skömmu á einn mann í símanetskránni, sem hafði það virðulega starfsheiti "altmuligmaður". Hann mun vera sá eini með slíkt heiti hérlendis. Auðvitað skilja allir slík orð og sjálfum finnst mér að svona heiti auðgi málið og tilveruna. Kannski er ég undir gömlum áhrifum þegar danska var töluð meðal "fína fólksins" hér á Akureyri fyrri hluta síðustu aldar, það hef ég lesið og má þar nefna virðuleg sunnudagskaffiboð í þessu samhengi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home