fimmtudagur, desember 30, 2004

Hér þýðir

ekki að vera í neinum dulbúningi eins og ágætur frændi reyndi að hylja sig á bak við (sjá comment-kaflann í "Maður ársins") nýlega, hann er beðinn um að taka áskoruninni og herða skáldajarlinn. Halur Húfubólguson bögubósi, kom hins vegar að máli við Lapsus Linguae og vildi koma á framfæri einni bögu (sem vart náðist úr leirforminu):

Vatnabúinn vaskur kallar,
veiðimanninn á.
Vill´ann þegar vetri hallar,
vatnabúa ná.






2 Comments:

At 12:26 e.h., Blogger ærir said...

Vetri hallar og versnar tíð
vandi er nú að lifa.
Engum manni öðrum býð
eðal vísur skrifa.

Á veiði kallar og vitnar til
vísna drengur góði.
Með stöng og streng í stórum hyl,
stærðar fann hann sjóði.

....

Með stóran fisk í strengnum lá
stæltur veiðimaður.
Bólginn á húfu varð halur sá
hét hann bögu glaður.

http://aerir.blogspot.com/

 
At 9:02 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Öllum góðum Íslendingum er hér með falið að hverfa yfir í glæsta heima síðunnar:
http://aerir.blogspot.com/

Erfðirnar lengi lifi!

 

Skrifa ummæli

<< Home