fimmtudagur, janúar 13, 2005

Stundum gerast

skemmtilegir hlutir. Einnig er mikilvægt að endurskoða ákvörðun eða hugsanir sínar. Eins og þeir hafa gert í S-Kóreu með hártísku karla og nefnt var í blöðum dagsins. Þeir segja að of sítt hár ræni heilann orku og fólk sem tekur upp erlendar venjur verði heimskingjar og slíkrar þjóðar bíði hrun eitt eða e-ð álíka. Hárvöxtur eða lubbi hefur áreiðanlega verið að hafa áhrif á mig í vikunni þar sem konan hafði ekki náð að klippa mig með sauðaklippunum niður í 1-2 mm hið mesta frá hársverði og ranghugmyndir farnar að skjótast uppúr kollinum. Vikuleg klipping er fín og algjört lágmark ef vel á að vera. Strax og ég hafði verið vel snyrtur í 2 daga fór að bera á bata og ég tók skynsamlegar ákvarðanir og breytti því sem rangt hefði verið að gera. Ekki skemmdi fyrir að ég fékk senda vísu frá samstarfsfólki einnar deildarinnar eftir að hafa sent þeim svolítið þakkarskeyti fyrir dygga aðstoð á rafrænu formi en hluti þess var svona:

Barmar ykkar breiðir og stórir,
birtu og yl hýsa.
Minnist gjarnan meðan tórir,
en má ekki nánar lýsa.


Þær svöruðu um hæl:

"Barminn okkar bjóðum þér
besti vinurinn góði
þá verðurðu eins og vera ber
villtur foli í stóði."


Eftir þetta má nefna að ég hef leigt hólf hér í Kræklingahlíðinni og mun vera vel greiddur í hólfinu.

4 Comments:

At 1:50 e.h., Blogger ærir said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 1:54 e.h., Blogger ærir said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 1:56 e.h., Blogger ærir said...

Folatollinn fæstum færir
og feykist um hártoppurinn.
En þegar stúlkan barminn bærir
bregst við stóri lokkurinn

með kveðju, sunnan heiða

 
At 7:51 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home