sunnudagur, janúar 16, 2005

Úrbeina

lambið fyrst, kartöflur soðnar fyrir gamalt fólk, gulrætur smáar að gerð í smjöri, sósa brún að lit með lamba- og nautabragði, heimatilbúin rifssulta úr garðinum sem varð hálf-misheppnuð, mislitir diskar héðan og þaðan sem og glös, grillið dregið úr skúrnum á upphitað plan, lambið áður skorið í bita og skellt á Weberinn í nokkrar mínútur, hlaupið inn með lambið, því skellt á límtrésplötuna í Pyrex formi, platan sem keypt var í IKEA fyrir tæpum tveimur áratugum hefur dugað vel, brak í stólum sem keyptir voru í búð sem ég vil ekki muna eftir að sinni, spurning hvenær fyrsti maðurinn dettur niður úr stólunum og hefur lögsókn, unnið mál, Drottning Eyjafjarðar í sínu gamla eldhúsi gjörbreyttu, nýi maðurinn með henni og eldri strákurinn á heimilinu loks kominn í eldhúsið, hjarta heimilisins, allir borða vel og eru sáttir með lambið og tilheyrandi. Sönn íslensk gleði. Einfalt er oft best. Það sást einnig í gær með heimatilbúnu pasta með sjávarréttum í vín- og kryddsósu, með smá brauði og Parmesan.

3 Comments:

At 11:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bestu þakkir fyrir innlegg þitt á böku eiginkonu minnar. Þú hafðir meiri áhrif en ég hefði vænst ef ég hefði lagt til að kaka yrði bökuð. Vinur að vestan.

 
At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú ekki erfitt að verða svangur af lýsingunum einum saman. Það liggur við að matarlyktin sem barst um hverfið hafi komist alla leið westur. Lambið íslenska engu líkt, stundum berum við lambalæri með í gegnum tollinn hér og þykir lítið mál, enda eina landið sem Bandaríkjamenn treysta fyrir að hafa ósýkt kjöt.

 
At 2:12 e.h., Blogger Katrin Frimannsdottir said...

Ekki trúi ég því að þú staðfastur, gallharður, ákveðinn karlmaðurinn hafir gefið eftir og sért að fara til Flórida, það eru engin skíðasvæði þar, það get ég sagt þér með vissu. Við vorum á syðsta oddanum, Key West, og svo í Miami í vor en ég myndi frekar eyða tímanum á skíðasvæðum Colorado, Utah eða Montana í staðinn.

 

Skrifa ummæli

<< Home