miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Hin heilaga

þrenning kemur víða fyrir. Svo er mál með vexti, að á þeim vinnustað sem ég starfa á þessa stundina (sjúkrahús ónefnt) eru þrír einstaklingar sem bera sama fornafnið. Það er í sjálfu sér í góðu lagi ef undan eru skilin öll þau skipti sem hringt er í vitlausan mann og einnig ef maður er í umræðunni af e-m ástæðum, góðum eða slæmum eftir atvikum. Betra er illt umtal en ekkert var þó sagt. Hins vegar getur málið versnað þegar hinn sjúki maður leitar á stofnunina til skoðunar og líknar. Í fyrstu er hann skoðaður af Vali, sá Valur vill fá frekara álit annars læknis og þá kemur annar Valur og loks ef hinir tveir leysa ekki vanda mannsins, þá kemur hinn þriðji Valur og lokar hringnum og hinni heilögu þrenningu er náð. Þegar heim er komið segist hann hafa verið skoðaður af ein-Vala liði eða hvað? Þrenningar koma víða fyrir í bókmenntum og heimspeki og rétt er að allir bæti þessari þrenningu í laup sinn og muni eftir þegar lítið liggur við.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home