þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Púki

í reðurlíki hefur komist inná síðuna með kveðskap. Halur veit eigi hvernig bregðast skal við slíkum árum. Ekkert af kveðskapnum hefur birst enda hafa hvorki sótthreinsunarstöðvar né málhreinsunar- og skírlífisstöðvar ráðuneytisins lagt honum lið.

Ragur er sá sem í rassinn sækir og það verða óneitanlega þeir sem á hnakki ríða um land allt og vart ríða þeir berbakt. Hnakkurinn sækir í rassinn og öfugt og betra er að vera vel hreinsaður að morgni fyrir útreiðar dagsins. Halur er þó nokkuð spenntur fyrir uppljómunum á hálendinu nærri vegaskiltum frá ítalska verktakanum góða. Ótti sækir þó enn að, er hann hugsar til þeirra sem gylliniæð hljóta í hestaferðum fjarri alfaraleið; þá er gott að vera Æri nærri. Draumfarir Æris eru og þannig að Halur gæti hugsað sér að vera nærri honum í dyngju. Á þessu má sjá að margt vefst fyrir aumingjanum og minnist aftur orða ömmu konunnar er sagt var um: "Líknsöm var hún við aumingja" eins og væntanlega áður hefur komið fram e-s staðar á síðunni. Halur væri þakklátur ef hestamenn gætu tjáð honum hvaða þjóhnappsfyrirbæri auk sjúkdóma í daus kæmu helst fyrir á ferðum þeirra. Allur undirbúningur er af hinu góða enda Halur haldinn sjúklegum áráttu-þráhyggju frískleika eða veikleika eftir atvikum.

Halur kvað til Æris fyrr í dag á hans síðu (sjá: http://aerir.blogspot.com/) og er böguelskum þangað bent.

2 Comments:

At 9:55 f.h., Blogger ærir said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 9:56 f.h., Blogger ærir said...

Um þetta og í tilefni kveðskaps um atgeirinn ofl.

Integer vitae scelerisque purus
non eget Mauris iaculis neque arcu.

Úr Integer vitae, e Hóras (65-8 f.Kr.)

Sá sem ekki´er sekur um misgjörð neina
saknar ekki spjóts, eigi heldur boga

 

Skrifa ummæli

<< Home