sunnudagur, febrúar 06, 2005

Öræfageðbilun

er mér hugleikin. Fasismi er ennþá aðal stjórnarfarið á Íslandi eða skyldi frekar að segja einungis hin eina rétta hugsun megi vera ríkjandi innan erfða lýðveldisins sem aldrei hefur komist almennilega á laggirnar. Trúarfasismi, kvennafasismi, auglýsingafasismi, reðurfasismi, flokkafasismi, félagafasismi, tungumálafasismi; allir kannast við þetta. Hver er hin eina rétta lending í máli ensku knattspyrnunnar á Skjá einum? Er þetta forræðishyggja? Sjálfsagt kemur þetta úr hörðustu átt hreintungustefnunnar sem ég er haldinn. Tungumálið batnar ekki með bönnum eða heldur tungumálalaliðið það? Orrustan tapast ekki á fótboltavellinum heldur hjá ríkinu. Marga umræðuna þyrfti maður að forðast ef aðeins þeir ræddu saman sem "rétt mál" töluðu. Sjálfur leiðrétti ég einungis hugsanavillur í bréfum yngri kollega svo dæmi sé nefnt, hætti hinu fyrir löngu. Forræðishyggja? Hvers vegna birtir e-r umferðarstofa auglýsingar á skjánum með karlmenn sem hálfvita? Hef reyndar aðeins séð þær tvisvar eða þrisvar og satt að segja vissi ég ekki að auglýsingin tengdist umferð þótt hana megi mikið bæta, það er annað mál. Sjálfsagt væru komnar kærur í kílógrammavís frá hinu kyninu ef tíðarandinn skrökvar ekki; hvað veit ég þó? Hvers konar land er það sem ég bý þessa stundina í, þar sem dagblöð þurfa að birta fréttir af málum Framsóknarflokksins; hvernig getur sá flokkur verið fréttaefni? Hvernig væri komið fyrir mér ef ég hefði horft á fréttirnar eða stjórnmálaþætti undanfarin nokkur ár sem ég hef sleppt 100%, en viðurkenni þó að ég kemst ekki hjá að heyra á stundum í útvarpinu eða sjá á síðum dagblaða. Frost-ræðisráðherra Íslands. Örugglega enn frekar skaddaður.

Öræfageðbilun kalla ég þetta þegar allt er í belg og biðu hjá manni, angur vegna eigin forræðishyggju? Eins og verður alltaf þegar ég hugsa til hins frábæra ítalska verktaka sem hættulegasta stofnun ekki-lýðveldisins fékk til að taka nokkrar stórar skóflustungur fyrir austan fjall norðanlands.

Loks má nefna að jólunum lauk í dag í Vinaminni er jólaserían var tekin niður af húsþakskantinum háa í hálfgerðu leiðindaveðri en hlákutíð er aðalatíðin að vetrum núorðið norðan heiða. Stundum breytist ógjörningur í góðan gjörning eins og í morgun þegar ég bakaði bollur sem virtust ætla að mistakast herfilega en komu bara ágætar úr ofninum.

Að sópa lauf er afar góð slökunaraðferð á miðjum vetri; sópaði í tvo svarta plastpoka í dag. Laufin í lóninu verða vart mörg.

Þetta er öræfageðbilun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home