þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Konur

eru stundum nokkuð skrítnar þegar fjallað er um efni, sem tengist á e-n hátt öðruvísi hlutum eins og klámbröndurum og þess háttar (má segja þetta?). Alltaf eru þær með undrunarsvip þegar karlar skrifa eða segja e-ð í þeim dúrnum og verða skömmustulegar (má ekki segja aftur!). Síðan eru þær sendandi fráleita barnabrandara sín á milli með GSM boðum svipað og stelpur á Vestmannsvatni í sumarbúðum sem hafa ekki séð stráka vikum saman. Veit að ég fæ engar þakkir fyrir þetta fremur en margt annað. Best að bæta sig.

Annars allt bærileg nema veðrið, margt fram undan og best að reyna að styrkja skáldafákinn. Þetta blogg líkist því sem konan mín kallar "kellíngablogg" og ég er farinn og mun láta Hal taka yfir að nýju.

2 Comments:

At 5:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fæ sms og sendi sms milli kvenna. Þeir brandarar sem þar fara eru ekki við barna hæfi enda hef ég aldrei verið á Vestmannsvatni!
Kv

 
At 11:56 f.h., Blogger Guðný Pálína said...

Valur hefur greinilega verið á Vestmannsvatni... bara spurnig í hvaða líki. Fluga á vegg kannski?

En það er ljóst að ég verð að hætta að lesa brandarana sem ég fæ senda upphátt fyrir Val, hann kann greinilega ekki að meta þá :(

 

Skrifa ummæli

<< Home