Halur er þakklátur
þeim höfðinglegu skrifum sem frændur og bræður sendu honum nýverið á síðunni og er þetta honum mikill vegsauki og styrkur á þeim stað er hann liggur nú í vari á. Allur liðsauki er honum mikilvægur en þegar stórmenni eru annars vegar þá verða vígaferli váleg mjög.
Halur átti undarlegan draum sem hann heldur að tengist bæði nútíð og fortíð og jafnvel sé undir einhverjum áhrifum frá hinu flata Vínlandi þaðan sem Golfstraumurinn kom á sínum tíma en er nú nærri horfinn í sinni gömlu mynd. Margir mikilvægir draumar voru í sögunum og marga þeirra hafði Halur ráðið. Draumur Hals var þannig er hann lá í vari eina nóttina við haug nokkurn í Skagafirði:
Halur hafði átt órólegar mínútur tíma þann rétt áður en hann lagðist við hauginn. Fór þar næst flugvél hjá og nauðlenti harðan. Eigi hafði Halur séð slíkt tæki eða hlut enda allur tengdur gömlum tíma. Hins vegar fór það svo að er vélin hafði brotlent á flugbraut þarna nærri, varð úr að Halur steig úr vélinni, leit aftur og sá að lið hans var ómeitt og eigi höggið; er hann steig úr vélinni sá hann aðeins germanska hermenn eða vígamenn úr seinna stríði, en honum var tjáð að um væri að ræða árið 1945. Lauk þar draumnum er Halur var vakinn upp við óþef frá haugnum en þar höfðu fákar losað sig.
Spyr nú Halur vísa goða og frændur, vígamenn sunnan og norðan heiða: Hver er ráðning þessa draums?
4 Comments:
Draumráðningar kann ég ekki og ætla ekki að reyna að velta þessum draum fyrir mér, til þess eru aðrir mun betur fallnir, sérstaklega ef þeir kunna að yrkja í ofanálag. Aftur á móti líkaði mér vel lýsing þín á Orlando svæðinu, þangað langar mig ekki aftur, fannst lítið merkilegt við þennan hluta Flórída, ekkert annað en götur, hraðbrautir, skyndibitastaðir, auglýsingaskilti, og verslanir. Ekkert þar að hafa fyrir þá sem langar að ganga sér til heilsubótar, hvað þá þá sem gjarnan vilja nota tvo jafnfljóta til að sinna útréttingum. Það eru aftur á móti margir aðrir hlutar Flórída sem eru mjög skemmtilegir eins og Florida Keys og Everglades. Þegar kemur að náttúrufegurð þá kýs ég nú fjöllótt landslag Klakans og brimótta ströndina. Veðursæld skulum við ekki minnast á, hún er afstæð hvort eð er.
Forynjur og draumspakar meyjar hafa ekki svarað kalli Æris um draumráðningar handa vini sínum og frænda. Úr því verður þó bætt og hafa ýmis forn rit og rúnir verið frambornar en eru enn ólesnar. Um draum Hals hefur þó verið kveðið í bundnu máli og skal það látið duga að sinni.
Þegar við hauginn henti sér
að Hali sótti draumur.
Upp úr haugi í hegrans stál
í hendingu einni saman,
flestir kalla að fari sál,
förum er kárnar gaman.
Í nætur stríði stendur hér,
styrjaldar hugarflaumur.
Orustu marga skal óttalaus,
ofurhetjan heyja.
Heimur allur undir var,
einn sem daumahending,
í Skagafjörðin skelfingu bar,
skrautleg nauðalending.
Hafði þó engin hoggist daus,
hér skal engin deyja.
Dýrkeypt verða draumaráð,
er dagur varpar ljósi,
á skynvillunar skondnu færi,
á Skagafjarðar melum,
lyktina sem að löngum bæri.
lengst í heilahvelum.
Getur sálin hringast snjáð
sífellt í eigin fjósi.
Sæll Halur.
Navn mit eer Dr. Aumráður og draumrááðningar eru mitt faag.
Ég ráðleegg þéér að lííta í nýjaasta heftii Biotta Ostra, 3 tbl. 543. árg, frá áriinu 1927. Þaar eru öll svöörin.
Eftirfaarandi er tekið beint þaðaan upp úr:
,,hafði átt órólegar mínútur tíma þann rétt áður en hann lagðist við hauginn = veit ekki hvað er í vændum.
Fór þar næst flugvél hjá og nauðlenti harðan. Eigi hafði Halur séð slíkt tæki eða hlut enda allur tengdur gömlum tíma = Nýtt stórmenni ríður fram.
vélin hafði brotlent á flugbraut = Fall er faraheill.
sá að lið hans var ómeitt og eigi höggið = Hið unga stórmenni vill vel og enginn skaði hlýst af því að fylgja því.
germanska hermenn = boðar hlý sumarveður. Tengist hugsanlega landi því sem kennt er við ÁTVR.
árið 1945 = þekkt góðviðraár í sögu jarðar. Greinilega eitthvað gott í vændum. Líklega tákn um betra veður í þínum kaupstað.''
Hepfilegt að e-rn skuli hafa dreyymt nákvææmlega eins draum og þig dreyymdi. Vonaandi verðuur þetda þér til haalds og traustz.
Kveðja,
Dr.Aumráður
Halur mun nú leggjast undir feld og gaumgæfa svör þau er honum hafa borist á ný-íslensku, bundnu máli sem óbundnu. Hann vinnur eigi hratt þannig að allir verða að sýna nokkra biðlund. Þessar línur, sem fáar og ómerkar eru með öllu, tók einar 15 mínútur að rita.
Skrifa ummæli
<< Home