miðvikudagur, maí 04, 2005

Skartmaður

er Halur eigi og margir ágætir kostir við slíka háttu. Hann yrði hins vegar í vondum málum ef til kæmi að hann þyrfti að klæðast jakkafötum eða bindi, slíkan klæðnað notar hann aldrei og á hvergi. Hann á gamlar sænskar buxur, reyndar tvennar sömu gerðar og grænar að lit, stórgóðar til allra verka, verða aldrei skítugar í raun, þótt það sé algjört aukaatriði. Hann er ekki smámunasamur hvað skít varðar, en reynir að samt að halda húðinni sæmilega hreinni víðast hvar. Góðar reiðskjótabuxur, góðar í garðinn, góðar í veiði, göngu, fjallgöngu og hvað sem er hafa buxurnar verið. Með buxunum notar Halur einfalda boli og mismikið þar yfir, allt eftir veðri og vindum. Halur þyrfti þó eigi að hylja hold sitt eins og margir, það óttast hann eigi að sýna ef því er að skipta, enda víðast hvar heillegt og stinnt í húð jafnt sem undirhúð. Hann veit hins vegar vel að klæðnaður skiptir marga máli og jafnvel miklu, svo miklu að dagarnir verða gráir án nýrra klæða. Fagnaðarefni (ekki ritningin) mikið hefur komið fram í dagsljósið undanfarið, en það tengist íslenskum konum sem enn og aftur virðast vera dómgreindarlausar (dóngreindar) í meira lagi úti í henni stóru Ameríku norðursins. Þær konur er þar hafa fjallað um sig sjálfar þurfa vart að spreða mörgum seðlum í fatakaup; hinar sömu virðast vera fata- og brókarlausar frá fermingu ef e-r smá sannleikur er í hinum ameríska imbakassaflutningi.

Að lokum vill Halur benda fólki á að henda aldrei gömlum klæðnaði, hann skal geyma og nota aftur síðar, ella gefa.

2 Comments:

At 2:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er eins gott að þú stundir ekki þínar lækningar á Mayo Klíníkinni, hér þyrftir þú að mæta í jakkafötum með slifsi uppá hvern dag, eða eins og trúður, eins og einn ágætur Íslendingur kallar það. Nágranni okkar er alltaf með sluffu, hún dregst ekki í matinn eins og slifsið gerir, svo er hann líka barnalæknir og blessuð börnin eiga það til að taka til við kyrkingar ef þeim líkar ekki meðferðin. k

 
At 3:38 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Vinur Hals er heppinn að fá kynlaus föt til afnota í vinnunni; sumar buxurnar eru reyndar þannig að það er svipað og sandpappir með grófleika ? hafi verið settur innanlæra. Halur veit að hörmungar nokkrar hljóta að vera því samfara fyrir sveitadreng ofanaf Íslandi að ganga með bindi í vinnunni, dreng sem er svo laus við YTRI merkilegheit eða auglýsingamennsku að einstakt verður að teljast. Merkilegheit margra eru innan klæða (sem betur fer ennþá)!

 

Skrifa ummæli

<< Home