miðvikudagur, maí 18, 2005

Á friðarstóli

verður vart lengi tilefni til að sitja í norðuramti ef marka skal prentsvertu netsins og hugarvíl Álgerðar í Eyjafirði, dramakvín og álkvín norðursins. Stóriðja minnir Hal í dag á þrælaflutninga og þrælasölu fyrri tíma þar sem annar aðilinn hafði (hefur) öll spil og álspjót á hendi, innan handar jafnvel ef því er að skipta. Látum vera að mannskepnan hafi álit á álinu, en hvað með náttúruna? Með náttúruna verða aðeins vandamál ef mannskepnan skiptir sér af henni. Áhyggjur hefir Halur miklar af vinafólki er hyggst flytjast búferlum að nýju norður í land (?), álland Íslands. Hvað ef álþynnur þjóta niður hlíðarnar? Óminnishegrinn hefir ætíð verið Íslendingum hulinn ráðgáta. Hvað næst? Schwartzenegger pítsur úr áli?

„Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?"

1 Comments:

At 10:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður frændi, Arnaldur hér. Langaði bara til að benda þér á að ég er hjartanlega sammála þér. Skemmst er að minnast er mér var meinað að fara yfir göngugötu í Suðuramti en þar voru Álgerður og færndur hennar og var verið að mæla fyrir álveri. Þeim þótti Laugardalurinn henta vel fyrir risaálver.

By the way: snilldar líking með Schwartzenegger álpítsurnar;)

Að öllu gamni slepptu þá er þetta orðið hálf sorglegt e-ð. Náttúra sem hefur staðið lengur en íslenska þjóðin á þessu landi er látin víkja vinstri hægri fyrir nokkurra ára fjárgróða. Það er algjör óþarfi að ,,fylla'' landið af þessum ferlíkjum.

Nóg komið

Kveðja úr húsum Grundar að Vogi við Gröf

Arnaldur

 

Skrifa ummæli

<< Home