Veikindi
geta verið af ýmsum toga; sjóveiki, magaveiki, hausveiki, hlandveiki, hægðaveiki, munnveiki, þráveiki, já - þráveiki. Áður hefur Halur frétt af stjórnendaveiki sem ku vera algengur kvilli meðal margra stjórenda og munu þeir þá kastast milli oflætis og depurðar, jafnvel sama daginn. Halur hefur fundið fyrir því að vinur hans er haldinn fundaveiki og fundafælni, fælni við fundi þar sem hann er eigi einsamall. Fundaveikin er slæm veiki. Fólk gangandi með möppur án innihalds, hvað þá hugsunar milli funda og staða, funda hér og þar, alls staðar um hvað sem er, skrifa skýrslur, gerðir, áætlanir, algjör sýra.
Fundaveikin kemur þeim helst illa sem reyna að sinna starfi sínu af kostgæfni, eru góðir eða ágætir starfsmenn. Fyrir hina er þessi fundaveiki ágæt, hina sem funda um fundi, fund af fundi.
Sá á fund sem finnur er víst eitthvað annað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home