þriðjudagur, maí 10, 2005

Campephilus principalis

er fundin að nýju; þessi áður dæmda útdauða spætutegund og ein sú stærsta sem til hefur verið að því sagt er sást í Arkansas (BNA) í vetur, en áður hafði hún sést í vinalandinu Kúbu fyrir e-m tveimur áratugum eða svo; síðast sást hún í BNA - Lúísíana - í lok seinni heimsstyrjaldar. Fréttir af þessu tagi eiga ekki að fara framhjá nokkrum manni, en sjálfur hefur Halur haft fregnir af þessu þar eð hann hefir styrkt Fuglavernd á Íslandi og telur það mikið þjóðþrifamál, ekki hvað síst sökum virkjanasýki einræðis-lýðræðisins. Það að útdauðar tegundir finnast að nýju er afar merkilegt þar sem fátt fer nú framhjá manninum með öllum sínum njósnatólum og tækjum; það er hughreystandi að sumt getur mögulega tapast en verið til. Það er einnig ánægjulegt að sumar fuglategundir hafa styrkt stöðu sína hérlendis og má þar nefna t.d. þórshana, ránfugla nokkra og jafnvel keldusvín. Halur hefur á stundum orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá ýmsar fugla- og sérlega andategundir við veiðar og göngur, sem og bakkalegu í norðuramti og hvernig tilfinnig það er að sjá t.d. fálka í sínu rétta umhverfi gerir þann dag og margar stundir síðar ánægjulegar. Halur hefur þó væntanlega ekki séð tvær andartegundir á svæðinu en þær eru skeiðönd (bæði kynin) og svartandarkolla.

Að velta fyrir sér fuglum á flugi eða sundi er skemmtan sem enn mun vera að mestu ókeypis og vonandi að sem flestir njóti hennar á þessu vori og eða sumri er í hönd fer.

7 Comments:

At 8:31 e.h., Blogger Guðný Pálína said...

"það er hughreystandi að sumt getur mögulega tapast en verið til"

Þessi setning fyllti mig von um að ýmislegt sem ég áður taldi tapað sé ennþá hægt að finna, ef leitað er nógu vel.

Sumarkveðjur til Hals ;-)

 
At 3:06 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Halur þakkar ágæta athugasemd eins og við mátti búast frá GPS, en hann er sjálfur ekki verðugur að gera athugasemdir.

 
At 9:11 f.h., Blogger Elísabet said...

sá í vikunni jaðrakanapar í Mosó. það var tilkomumikil sjón.

 
At 2:30 e.h., Blogger ærir said...

Jaðrakan (Limosa limosa) á bú í beitilandi Æris og Ærisfrúar fyrir austan fjall (sem bráðum verður óðalsjörð) og verpir þar.

 
At 6:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla bara að benda honum ÆRI á að eftir gildistöku jarðalaga, nr 81 frá 2004, er óheimilt að stofna ný ættaróðul. Einig væri gott fyrir hann að fara varlega í að tala um beitilönd. Eldri flokkun lands utan þéttbýlis: jarðir,almenningar og afréttir. Hefðbundin flokkun á afréttum:Eignarlönd, afréttareignir og afréttarítök. Flokkun Óbyggðanefndar á afréttum: samnotaafréttir, afréttir einstakra kirkna og stofnana og að lokum land eða hluti lands lagt til afréttar. Þýðing ofangreindrar flokkunar fer eftir hvernig landsvæðið fellur að flokkun eftir þjóðlendulögum nr 58 frá 1998. Samkvæmt þeim er íslenska ríkið eigandi landa utan eignarlanda, og þessi landssvæði nefnd þjóðlendur. Til þess að ÆRIR geti forðast lögbrot ráðlegg ég honum að ráða lögfræðing strax í dag.

Þakka þér fyrir að sjá flísina, en eigðu bjálkann sjálfur.

Kveðja

,,meyjar rakki''

 
At 7:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þakka þér fyrir að sjá flísina, en eigðu bjálkann sjálfur.

Kveðja

,,meyjar rakki''

Allt hér að ofan þarfnast skýringa og jafnvel lagalegra (laglegra).

 
At 3:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

,,Þakka þér fyrir að sjá flísina, en eigðu bjálkann sjálfur.'' = Skírskotun í Biblíuna.


,,Kveðja'' = hefðbundin aðferð við að segja bless.

,,meyjar rakki'' = skírskotun í ákveðið ljóð.

Varðandi lögfræðina: Húmor er eins og froskur. Ef þú kryfur hann þá er hann örugglega dauður.

Öllu gamni fylgir einhver alvara.

Ætli ég sé þá ekki búinn að ,,kryfja'' þetta

 

Skrifa ummæli

<< Home