mánudagur, maí 23, 2005

Musculus

cremaster hefir öðlast líf á Íslandi eftir að útlendingur nokkur var dreginn hingað uppá Klaka, enn eina ferðina, en hingað eru einungis dregnir heimsþekktir menn eða þá e-r sem gott er að þekkjast af myndum með. Skrítið orðalag, en þó ekki rangt. Þessi blessaði vöðvi eða vöðvaómynd á sér langa sögu í þróunarfelinu, hlutverk hans er mismikið eða lítið, allt eftir atvikum. Stundum skiptir hann "engu" máli og jafnvel bara fyrir þeim er reyna að lagfæra náramein og annað, fjarlægja jafnvel félaga þennan eða skera á hann. Svona vöðvi minnir eiginlega á lyftutónlist enda sjálfur lyftuvöðvi að hluta til. Myndlíkingar með honum verða allflatar finnst þeim er þennan vöðva handleikur (eða hluti er honum tengjast) daglega. Þessi frásögn er rituð eftir viðtal, sem Halur átti við vin sinn fyrir svefninn.

4 Comments:

At 1:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þróunarfelinu segir þú...ég vil nú bara vita hvort Halur hafi smitast af lesblindu um daginn við heimsókn ónefnds aðila eða hvort Halur er eftir allt saman bara mannlegur???

 
At 4:53 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Halur er hvorki mannlegur né spilltur af öðru nema smámunasemi, óeðli nokkru, litblindu, ekki lesblindu en allnokkru minnisleysi - sértæku þó.

 
At 11:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Orthógrafískar" innsláttarvillur - hvar eru þær ekki - ekki þær?

 
At 1:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Í myndlíkingu sá múskúlus herðist
er máttir í draumi lýsa.
Og í svefnrofum að síðustu berðist,
þá sjaldan mun ein bára rísa.

Kremeistari kveifin sú kallast
er kroppinn að hluta til herðir.
En fljótt aftur niður hann hallast,
og helst bara efað þú serðir.

Til vandræða vesalingur,
og varla til átaka búinn.
Á lofti í stórræðum slyngur,
stendur, - en hvar bíður frúin?

 

Skrifa ummæli

<< Home