fimmtudagur, maí 19, 2005

Dægurmál

borgar sig vart að fjalla um, en á þessu eru og verða ætíð undantekningar. Dægurmál eru ekki nauðsynlega ómerkileg eða gúrka; geta allt eins verið mikilvæg mál eins og listir, fótbolti, júróvísjón, verð á grænmeti. Nú stendur yfir listahátíð á Íslandi, góðu heilli er mikið um myndlist og annað er undir hana má fella. Það ánægjulegasta við myndlistina, ekki átt við málverk eingöngu(!), er það hversu skoðanir eru og verða skiptar um hana; allt og allir eru gjaldgengir báðum megin við borðið. Eftir að hafa séð síðustu sýninguna í Listasafni Akureyrar á verkum Gabríelu Friðriksdóttur og Matthew Barneys þá er svipað umhorfs í heila Hals eins og oft hefur verið eftir ferðir í leikhús sama bæjar; púff - úff! Er eða var þetta allt? Þessi sýning er þreytandi léleg, gamlar lummur, mannslíkamadæmi og hugmyndavinna sem kveikir ekki neista eða líf hjá Hali (spurt var einu sinni hvort Halur væri dauður), reyndar er ekkert nýtt í listinni, það er ekki nýtt. Listin er þreytt á stundum, það þýðir þó ekki að deila um smekk og ekki snýst þetta um það, - nema hvað!? Spurning hvað yrði um marga listamenn án styrkjakerfis, fjölmiðla og auglýsinga; markaðurinn er að gelda margt í listinni sem öðru. Svipað má segja um amerísku bíómyndirnar sem eru ekkert nema stórgerð auglýsing, efninu má koma til skila á 30 sekúndum í einni auglýsingu. Það góða við þetta er þó það að flestir eru áreiðanlega ósammála Hali í þessu sem öðru og þá er listin og þeir er hana iðka sjálfsagt á réttri leið. Listin er eins og húsgagn á hverjum tíma eða eldúsinnrétting; margir að fást við það sama, ekki allir þó.

2 Comments:

At 10:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fögur er hlíðin



Hættur að sjá til fjalla
fyrir moldviðri
og loftið
lyktar af því sem finnst ekki?

Samt skín mildur hlátur úr augum
þegar ærnar birtast honum
af fjalli í draumi

Tekur ofan pottlokið og snýtir sér.

Moldríkur
þótt bærinn hans
minni á kartöflupoka
frá 18.öld.

En bóndi sem er kominn heim
eftir langa fjarveru
glímir ekki við eftirsjá.

Hann heldur niðr’í sér andanum
og finnur hjartað slá örar.

Þetta haustkvöld er honum órótt.

Hundur hleypur hjá
og spýtir blóði...


Datt í hug að senda bróður fyrri hluta af prójekti óútgefnu honum til hughreystingar.

 
At 12:24 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Ekki ónýtt!

 

Skrifa ummæli

<< Home