Hugmyndir
hagfræðinga og peningafræðinga um öryrkja eru skrítnar í meira lagi, a. m. k. sumar meðal sumra. Oftast kemur manni til hugar þetta: "Það er auðveldara um að tala, en í að komast" og síðan það sem hver vill. Enn verra er þegar öryrkjar eru álitnir svikarar og aumingjar; fólkið sem er lárétt á götunni, ekki á gólfinu eins og tískan er í dag að segja um alla "góðu" starfsmennina, fólkið á gólfinu (yfirmennirnir eru í háloftunum að panta mat og vín á aukamatseðli Group-liða). Öryrkjar eru undir gólfinu í efnahagslegu tilliti sem og mörgu öðru er tengist félagslegu hliðinni. Þeir reyna þó að standa styrkir án mikillar undirstöðu úr fjármagni eða steinsteypu. Það er fráleitt að dæma eina "stétt" með stóradómi þótt vitað sé að alltaf leynist einhverjir sem fara ekki alveg eftir bókinni eða lögunum. Sjálfur hitti ég marga öryrkja og það reglulega; einhverjir reyna að komast í "uppréttari" stöðu fjárhagslega með "aukavinnu" utan alfaraleiðar, en þeir eru fáir og svo má vera mín vegna. Efnhagsálundrið á Íslandi er vart í hættu - nema hvað?! Víða er væntanlega skortur, en bætur öryrkja væri verðugt að lagfæra og það sómasamlega.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home