mánudagur, júní 06, 2005

Hetjur hafsins

voru í landi um helgina eins og e-r munu heyrt hafa að nóttu jafnt sem degi. Halur minnist ákveðinna tímamóta en nú eru liðin tæp 30 ár frá því að hann steig í land af opinni plastfleytu er gerð var út á grásleppu í Faxaflóanum. Sjávarháski var þar nærri nokkrum sinnum, en mest var treyst á gæfuna. Sigling inn Reykjavíkurhöfn var kærkomin á stundum. Allir sem Halur þekkir (þekkti) halda fyrir eyrun er hann lýsir störfum þeim er hann innti af hendi á sínum yngri árum til sjávar, en síður til sveita. Þeim verður því ekki gerð nánari skil hér. Hver man þó ekki eftir því er hann sat í sigurliði Vinnslustöðvarinnar í róðrakeppni sjómannadagsins snemma á miðhelmingi seinni hluta síðustu aldar?! Á þeim tímum voru myndfestutæki síður við höndina en nú er, ekki ætíð innan handar. Hetjur hafsins komast fleiri lifandi í land nú á tímum en áður og þar liggur stærsti sigurinn. Verður svo vonandi áfram.

2 Comments:

At 2:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður frændi, Arnaldur hér. Maður er ekki mikið til sjós þessa dagana þótt að flekasiglingar hafi á yngri árum verið vinsælar. Reyndar er rigningin hér í Reykjavík í dag þess eðlis að árabátar eru betur en bílar til þess fallnir að koma manni milli staða. Þú hefur væntanlega séð að Eyjólfur frændi var heiðraður í gær. Hann átti það fyllilega skilið enda stundaði karlinn sjóinn í marga áratugi. Gaman af þessu.

Kv.

Arnaldur

 
At 5:05 e.h., Blogger Halur Húfubólguson said...

Sæll sjálfur frændi, ég fylgist ekki með neinum fréttum en kallinn steig ölduna og var í brúnni áratugum saman. Hann var og er öðlingur af gamla skólanum, margt gott gerði hann mér á sínum tíma sem og mínum. Margt væri öðruvísi í dag ef fleiri væru af gamla skólanum.

 

Skrifa ummæli

<< Home