fimmtudagur, júní 23, 2005

Brekkurnar

og túnin eru misgræn. Það sagði Hali bóndi úr eða frá Norðfirði í dag, að sláttur hæfist vart fyrr en eftir 2-3 vikur þar á túnum, en lítill landbúnaður er stundaður á því landshorni. Loks er sól í heiði norðanlands. Það er gott eftir að Halur var nýverið staddur á kuldamóti í frjálsum íþróttum barna- og unglinga á íþróttavellinum sem er innan og ýmist utan verslunarhrings bæjarins, þar sem öll lífsins gæði eiga að vera. Sjálfsagt hafa einhver börnin þurft á blöðrubólgumeðferð að halda eftir mót þetta (þó það sé nokkur óvísindaleg lenska!). Lengi lifi "frjálsar íþróttir" og frjálsræði allt í öllu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home