miðvikudagur, júní 29, 2005

Batnandi

mönnum er best að lifa. Halur er fyrstur manna til að játa syndir og frávik hættuleg lífi og limum annarra sem og tungu þeirra. Hann hefir loks fundið svolítinn "bata" (afturbata) eftir að tunguspjöldin voru tekin í notkun innan veggja Vinaminnis; enn er ekki búið að koma þeim fyrir utan dyra, í garðinum eða á helstu leiðum innan bæjar, en það ætti að vera auðvelt þar eð Halur gengur eða hjólar ætíð sömu leið. Allar breytingar geta reynst hættulegar. Umhugsunarefni hvort hann ætti ekki að sækja um einkaleyfi fyrir spjöldunum og græða sem stórgrosser íslenskur og gjarnan landar flestir gera í dag. Það ku vera full þörf fyrir spjöldin víðar en í Vinaminni. Hann veit hins vegar ekki hvort hann eigi nokkra spjaldainneign eður ei og því kvað Halur:

Gulu, rauðu, grænu spjöldin,
gefur Halur frá sér völdin.
Ef kjaftinn geiflar,
þeim konan sveiflar,
kredit-debit?- tunguspjöldin.

4 Comments:

At 3:28 e.h., Blogger ærir said...

Með spjaldinu rauða hún ræður,
í rekkjunaut brátt kvikna glæður,
því konur sem stjórna,
þær kallinum orna,
og áður en vita, -eru þær mæður.

 
At 12:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halur þakkar sendingu úr suðuramti, en heyrði þessari fleygt í nótt:

Þótt spjaldið reisi rauða,
rassinn ei lyftist á kauða,
því einn ég veit,
í Eyjafjarðarsveit,
ólæknandi reðurdauða.

 
At 12:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halur vildi koma á famfæri þessari "innri athugasemd" eða endurskoðun á síðasta leirkasti:

Þótt spjaldið reisi rauða,
reður ei lyftist á kauða,
því einn ég veit,
í Eyjafjarðarsveit,
ólæknandi reðurdauða.

 
At 4:26 e.h., Blogger ærir said...

Af öðru tilefni en líku:

Óþekkt mun mennina plaga
því mærin strax fer að klaga
ef gerist á meðan
að gallinn að neðan
með ofrisinu athöfn vill bjaga

 

Skrifa ummæli

<< Home